6.10.2007 | 13:47
Það er komið að því!!!!
Loksins, loksins, loksins. Núna eru bara rúmir 3 tímar í brottför og því er þetta seinasta bloggfærslan frá Íslandi í bili. Það er kominn nettur hnútur í magan á mér, ég er svo spennt. Á morgun verð ég í Gvatemala .
Takk allir elsku vinir mínir fyrir góðu kveðjurnar, þær koma að góðum notum .
Kveðja Sesselja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 21:55
Nada
Ég er komin með facebook síðu, þann yndislega tímaþjóf. Mæli með svoleiðis fyrir fólk sem hefur nógan tíma og ekkert líf .... og fyrir hina líka. Smellið hér www.facebook.com og kannið málið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2007 | 21:51
Ekki á morgun heldur hinn :D
Nú er ég loksins farin að sjá fyrir endann á biðinni. Ég þarf bara að bíða í einn heilan dag í viðbót og svo sveima ég til Gvatemala. Ég og Erla fórum að útrétta í dag, komum mjög miklu í verk aldrei þessu vant . Við fórum í apótekið og keyptum held ég eitt af öllu. Við komum svo klyfjaðar út að ef við skildum lenda í einhverju óhappi úti þurfum við örugglega ekkert að fara á spítala, við eigum nóg af læknadóti sjálfar . Ég keypti mér líka mjög grúví hliðartösku með mynd af vespu (svona vélknúinni ... ekki pöddunni, bjakk) óggisslega töff. Nú á ég bara eftir að klára að pakka og þá er barasta allt loksins tilbúið.
Ég er farin að hlakka svolítið til
Góðar stundi
Sesselja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 22:21
Fór út, komin heim
Þá er ég komin heim frá Spáni, var þar í viku með fjölskyldunni. Ég mæli alveg með að fólk skelli sér í smá frí svona endrum og eins, mjög afslappandi. Það var 25-30° hiti mest allan tíman, það voru því smá viðbrigði að koma á klakann í 7° KULDA birrrr. Það kom að vísu þrumuveður einn daginn með þvíumlíkum vatnselg og hagléli að ég hef bara ekki séð annað eins, en það gekk yfir á skömmum tíma og vatnið sem hrundi niður af himninum var nær allt gufað upp um klukkutíma síðar, jahérnarhér, það er eitthvað sem við verðum að innleiða hér á Íslandi .
Við gerðum ýmislegt á Spáni; lékum okkur á ströndinni og í sundlauginni okkar, þræddum útimarkaði sem virðast vera út um allt, skoðuðum svalan dropasteinshellir (sem var mjög erfitt að finna!), og svo fórum við í magnaðan dýragarð þar sem ég klappaði; antílópu, bamba, litlum apa (sem var bannað, ég stalst ), gíraffa, úlföldum, smáhestum, fyndnum geitum og kyrkislöngu. Það var mjög sérstakt að halda á slöngunni, húðin á henni var svo ólík öllu sem ég hefur snert, hún var svona eins og vatn sem er ekki blautt ef það segir ykkur eitthvað, s.s. frekar spes.
Og svo í lokin, ef einhver hyggur á ferð til Spánar í náinni framtíð vil ég benda þeim á að það er sniðugast að vera á ytri hringnum í hringtorgum (sem eru ALSTAÐAR ... jafnvel fleiri en í Mosó!!!!) ef maður vill komast aftur útúr því, og að vegaskilti sem eiga að vísa manni veginn eru líklega bara til skrauts því þau vísa manni ekkert alltaf þangað sem maður vill fara, og stundum bara í vitlausa átt upp á grínið .... ég mæli með því að keyra bara áfram ef maður er villtur, einhvern veginn endar maður alltaf á réttum stað, eða í það minnsta nokkuð nálægt .
Takk fyrir og góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2007 | 22:03
Ágæt helgi
Erla var með kveðjupartý á laugardaginn upp í Heiðmörk, alveg hreint fínasta djamm. Kynntist nokkrum vinkonum hennar og hitti aðrar sem ég hafði ekki séð í mörg ár. Svo var förinni heitið niður í Reykjavík miðja, og stefnan tekin á Celtic cross. Þar sáu frábærir menn um að halda uppi stemningu, bara tveggja manna hljómsveit sem þó hljómaði barasta eins og big band . Þar dönsuðum við af okkur rassinn þar til að það varð þröngt fyrir okkar dansstíl, svo við fórum á smá pöbbarölt og enduðum á Hressó. Þar rakst ég á Bryndísi, Diddu og Jóhönnu í góðum fílíng og áfram héldu rassaköstinn fram undir morgun. Þá komst reyndar upp að Erla og co. höfðu gleymt Unu greyinu svo hún fékk að fara með okkur Diddu og Bryndísi í taxa. Svo kom sunnudagurinn yndislegi með tilheyrandi þynnku og ógeði svo ég bara svaf til að gleyma.
Ég er nú ekkert rosalega sátt við það hvað ég verð alltaf viðbjóðslega þunn, það er aðalástæðan fyrir því hvað ég fer sjaldan að djamma. Ég man eftir því í denn á menntaskólaárunum, þegar maður fór að djamma á virkum degi, kom heim kl. 5 um nóttina haugafullur en vaknaði svo næstum því hress kl. 8, ekkert þunnur, bara svolítið þreyttur því maður var bara búin að sofa í 2-3 tíma!!! Fyrir það fyrsta, ef ég sef bara í 2-3 tíma án þess að drekka þá mun ég ekkert vakna fyrr en nokkrum tímum eftir það og ef við bætist áfengi þá kannski mundi ég vakna en bara til að æla og væla smá í kjölfarið . Mér finnst þetta ekkert gaman. En á hinn boginn þá er ég náttla að spara fullt á því að vera aumingi því ef ég væri bara hress og ern eftir fyllerí þá færi ég mun oftar og ég er ekkert mjög sparsöm þegar ég kíki á lífið. Always look on the bright side of life *flaut flaut flaut flaut flaut flaut flaut flaut flaut*
Hafið það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 23:52
Mánuður í daginn mikla
Ég og Erla hittumst í gær til að skipuleggja komandi ferð. Hittumst kl. 6 rúmlega, á Pizza kompaníínu og fengum okkur dýrindis pítsu namm namm. Svo kom Viktor vinur okkar sem hefur ferðast um allar trissur í mið- og suður-ameríku að kíkja á okkur um 9 leytið og við sátum til hálf eitt að skrafi. Samt gleymdum við alveg að skipuleggja ... hmmmm.... við ákváðum að það væri sniðugt að taka fernar buxur ... góður árangur af 6 tíma kjaftatörn. Við verðum bara að fá okkur aftur pítsu seinna .
Það er annars gaman að monta sig af því að ég er að fara til Gvate gvate eftir bara mánuð ligga lá. En ekki nóg með það, heldur fer ég til Spánar í viku, eftir viku híhí. Það er nú alveg þörf á því að fá á sig smá lit áður en ég held út í heim. Ég er svo föl að það lýsir af mér þegar sólin skín á mig, það er svo mikið endurvarp. Enda er ég alltaf vinsælust á ströndinni, því þeir sem liggja við hliðina á mér fá bæði sólargeislana að ofan og svo frá hlið af mér, tvöföld nýtni, endurvinnsla in action. Sesselja til bjargar heiminum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2007 | 23:46
Það nálgast óðum
Nú eru bara 39 dagar í brottför jei . María fyrrum Guatemalafari kom í heimsókn til mín í hádeginu og við möluðum eins og kettir á Cafe Blu. Hún er nú barasta að fara til Tælands á laugardaginn í æfingarbúðir í svona thai boxi, rosa sniðugt, getið skoðað hér http://www.rawaimuaythai.com/. Það verður örugglega mjög gaman hjá þér María mín, verst að við erum að ferðast í þveröfuga átt miðað við hvor aðra.
Við Erla erum að hugsa um að bæta suður-Ameríku á ferðadagskránna. Það er náttla karnival í Ríó í byrjun febrúar, það er svolítið asnalegt að vera svona nálægt (hmmm ... kannski ekki nálægt en alla vega ekki heilt úthaf á milli) en kíkja ekki. Svo hefur mig alltaf langað til Perú að sjá Nazca línurnar og príla upp að Machu Picchu, og svo væri líka gaman að kíkja á Galapagos eyjurnar fyrst maður er nú þarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2007 | 23:24
Ferðalagið mikla
Þar sem þetta blogg er aðallega stofnað vegna fyrirhugaðar ferðar minnar til mið-Ameríku er líklega best að koma með smá útskýringu á þessu máli öllu. Þannig er nefnilega mál með vexti að ég og Erla vinkona mín ætlum að skella okkur í svaðilför til Guatemala, lands hins eilífa vors. Þar munum við stúdera spænskuna þar til við verðum alveg reiprennandi og förum svo að sjálfboðaliðast í dýraathvarfi í miðjum frumskóginum.
Ferðadagurinn mikli verður laugadaginn 6. október og ég er ekki að ýkja með mikli því við munum leggja af stað frá Leifsstöð um kl. 5 um daginn, fljúga til New York (6 tíma flug), lendum þar um 7 leitið að staðartíma, svo þurfum við að bíða til 3 um nóttina eftir næsta flugi til Gutemala borgar (5 tíma flug), þar sem klukkan verður um 6 um morguninn þar þegar við lendum. Þar verðum við sóttar og keyrðar til Antigua (1 klst. akstur) þar sem við munum búa næstu mánuði. Sem sagt um 20 klst. ferðalag jibbí. Við verðum sjálfsagt mjög hressar þegar við hittum fjölskylduna sem við munum búa hjá, og svo verðum við drifnar að sjá skólann sem mun verða okkar annað heimili í Antigua.
Skólinn hefst svo daginn eftir, s.s. á mánudeginum þar sem við munum sitja yfir bókunum fjóra tíma á dag í tvo mánuði. Þá verðum við að sjálfsögðu altalandi á spænsku og munum ekki eiga í vandræðum með að falla inn í hóp innfæddra. Þá ætlum við að taka okkur tveggja vikna "vetrarfrí" og fara að læra köfun í Hondúras ligga ligga lái , og svo er líka pæling hvort maður skreppi ekki til Kúbu líka fyrst maður á annað borð er nú þarna. Þegar við höfum lært að kafa með búrhvölunum með vindla í munnvikinu verður komin tími til að taka til hendinni því þá hefst sjálfboðarvinnan. Þá keyrum við til norður-Gvatemala inní miðjan frumskóginn þar sem ég mun að öllum líkindum deyja úr hita. Ef það gerist ekki eyði ég næsta mánuðinum í að moka skít og fóðra ólánsöm dýr. Það vill nefnilega brenna við að veiðiþjófar steli dýrunum úr frumskóginum til að selja á svörtum markaði. En ef þeir nást eru dýrin send í athvörf sem þessi þar sem reynt er að endurhæfa þau svo hægt sé að skila þeim út í náttúruna. Oftast eru þetta bara ungar svo það verður að kenna þeim ýmislegt sem foreldrar þeirra hefðu kennt þeim við eðlilegar aðstæður. Því fæ ég kannski að kenna litlum öpum að klifra og leika sér jei . Þegar mánuðurinn er úti verðum við að ákveða hvort við viljum; vera annan mánuð í þessu verkefni, prófa annað verkefni (það er nóg í boði í þessu fátæka landi) eða bara fara að ferðast um mið-Ameríkulöndin og þá væntanlega rigna pening í ferðamannaiðnaðinn . Svo þegar við ákveðum að halda aftur heim á leið munum við fljúga aftur til New York þar sem borgin verður tekin með trompi og restin af peningnum *hóst* heimildinni *hóst* verður eytt.
Meira er nú ekki komið á fast en það er af nógu að taka í þessum löndum og mikil ævintýr eru í vændum.
Hafið það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.8.2007 | 11:42
Skemmtilegt atvik
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)