4.10.2007 | 21:51
Ekki á morgun heldur hinn :D
Nú er ég loksins farin að sjá fyrir endann á biðinni. Ég þarf bara að bíða í einn heilan dag í viðbót og svo sveima ég til Gvatemala. Ég og Erla fórum að útrétta í dag, komum mjög miklu í verk aldrei þessu vant . Við fórum í apótekið og keyptum held ég eitt af öllu. Við komum svo klyfjaðar út að ef við skildum lenda í einhverju óhappi úti þurfum við örugglega ekkert að fara á spítala, við eigum nóg af læknadóti sjálfar . Ég keypti mér líka mjög grúví hliðartösku með mynd af vespu (svona vélknúinni ... ekki pöddunni, bjakk) óggisslega töff. Nú á ég bara eftir að klára að pakka og þá er barasta allt loksins tilbúið.
Ég er farin að hlakka svolítið til
Góðar stundi
Sesselja
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.