20.9.2007 | 22:21
Fór út, komin heim
Þá er ég komin heim frá Spáni, var þar í viku með fjölskyldunni. Ég mæli alveg með að fólk skelli sér í smá frí svona endrum og eins, mjög afslappandi. Það var 25-30° hiti mest allan tíman, það voru því smá viðbrigði að koma á klakann í 7° KULDA birrrr. Það kom að vísu þrumuveður einn daginn með þvíumlíkum vatnselg og hagléli að ég hef bara ekki séð annað eins, en það gekk yfir á skömmum tíma og vatnið sem hrundi niður af himninum var nær allt gufað upp um klukkutíma síðar, jahérnarhér, það er eitthvað sem við verðum að innleiða hér á Íslandi .
Við gerðum ýmislegt á Spáni; lékum okkur á ströndinni og í sundlauginni okkar, þræddum útimarkaði sem virðast vera út um allt, skoðuðum svalan dropasteinshellir (sem var mjög erfitt að finna!), og svo fórum við í magnaðan dýragarð þar sem ég klappaði; antílópu, bamba, litlum apa (sem var bannað, ég stalst ), gíraffa, úlföldum, smáhestum, fyndnum geitum og kyrkislöngu. Það var mjög sérstakt að halda á slöngunni, húðin á henni var svo ólík öllu sem ég hefur snert, hún var svona eins og vatn sem er ekki blautt ef það segir ykkur eitthvað, s.s. frekar spes.
Og svo í lokin, ef einhver hyggur á ferð til Spánar í náinni framtíð vil ég benda þeim á að það er sniðugast að vera á ytri hringnum í hringtorgum (sem eru ALSTAÐAR ... jafnvel fleiri en í Mosó!!!!) ef maður vill komast aftur útúr því, og að vegaskilti sem eiga að vísa manni veginn eru líklega bara til skrauts því þau vísa manni ekkert alltaf þangað sem maður vill fara, og stundum bara í vitlausa átt upp á grínið .... ég mæli með því að keyra bara áfram ef maður er villtur, einhvern veginn endar maður alltaf á réttum stað, eða í það minnsta nokkuð nálægt .
Takk fyrir og góða nótt
Athugasemdir
hæjj velkomin heim..vá er þig ekki farið að hlakka til að fara út. Alveg að koma...en jæja hey ég held að ég hafi farið í þennan dropasteinahelli þegar ég fór með familíunni til spánar. Er hann ekki á milli alicante og benidorm? ógeðslega flottur..allavega fór ég í einn svoleiðis, sem var sjúklega flottur og okkur var sagt að stundum væru haldnir tónleikar inn í honum...það hefði verið cool ef maður hefði náð að hlusta á eitt svoleiðis...en allavega...bara að commenta aðeins hjá þér...
Sigga Beta (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:46
iss, að villast í 3 klst og skoða svo þennan helli í kortér... mér fannst eiginlega merkilegta að vera villt á Spáni en að skoða hellinn OG steingervingarnir, ýkt mega gebba kúl maður - hefði viljað kaupa þá alla!!!!
Spánverjar þyrftu að fá íslenska verkfræðinga til að rugla aðeins í vegakerfinu hjá þeim og gera slaufurnar aðeins óskiljanlegri, þá kannski fara íslendingarnir að rata betur!??!
sys (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.