10.9.2007 | 22:03
Ágæt helgi
Erla var með kveðjupartý á laugardaginn upp í Heiðmörk, alveg hreint fínasta djamm. Kynntist nokkrum vinkonum hennar og hitti aðrar sem ég hafði ekki séð í mörg ár. Svo var förinni heitið niður í Reykjavík miðja, og stefnan tekin á Celtic cross. Þar sáu frábærir menn um að halda uppi stemningu, bara tveggja manna hljómsveit sem þó hljómaði barasta eins og big band . Þar dönsuðum við af okkur rassinn þar til að það varð þröngt fyrir okkar dansstíl, svo við fórum á smá pöbbarölt og enduðum á Hressó. Þar rakst ég á Bryndísi, Diddu og Jóhönnu í góðum fílíng og áfram héldu rassaköstinn fram undir morgun. Þá komst reyndar upp að Erla og co. höfðu gleymt Unu greyinu svo hún fékk að fara með okkur Diddu og Bryndísi í taxa. Svo kom sunnudagurinn yndislegi með tilheyrandi þynnku og ógeði svo ég bara svaf til að gleyma.
Ég er nú ekkert rosalega sátt við það hvað ég verð alltaf viðbjóðslega þunn, það er aðalástæðan fyrir því hvað ég fer sjaldan að djamma. Ég man eftir því í denn á menntaskólaárunum, þegar maður fór að djamma á virkum degi, kom heim kl. 5 um nóttina haugafullur en vaknaði svo næstum því hress kl. 8, ekkert þunnur, bara svolítið þreyttur því maður var bara búin að sofa í 2-3 tíma!!! Fyrir það fyrsta, ef ég sef bara í 2-3 tíma án þess að drekka þá mun ég ekkert vakna fyrr en nokkrum tímum eftir það og ef við bætist áfengi þá kannski mundi ég vakna en bara til að æla og væla smá í kjölfarið . Mér finnst þetta ekkert gaman. En á hinn boginn þá er ég náttla að spara fullt á því að vera aumingi því ef ég væri bara hress og ern eftir fyllerí þá færi ég mun oftar og ég er ekkert mjög sparsöm þegar ég kíki á lífið. Always look on the bright side of life *flaut flaut flaut flaut flaut flaut flaut flaut flaut*
Hafið það gott
Athugasemdir
iss þú kannt ekkert að drekka... bara súpa bjór þá verður maður næstum ekkert fullur... bara bjór, ekkert að blanda áfengistegundum við...
sérstaklega ekki tekíla !
sys (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 14:27
... heyrðu ég meint þá verður maður næstum ekkert ÞUNNUR!!!
auðvitað verður maður fullur, híhee!
sys (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.