Mánuður í daginn mikla

Ég og Erla hittumst í gær til að skipuleggja komandi ferð. Hittumst kl. 6 rúmlega, á Pizza kompaníínu og fengum okkur dýrindis pítsu namm namm. Svo kom Viktor vinur okkar sem hefur ferðast um allar trissur í mið- og suður-ameríku að kíkja á okkur um 9 leytið og við sátum til hálf eitt að skrafi. Samt gleymdum við alveg að skipuleggja ... hmmmm.... við ákváðum að það væri sniðugt að taka fernar buxur ... góður árangur af 6 tíma kjaftatörn. Við verðum bara að fá okkur aftur pítsu seinna Joyful.

Það er annars gaman að monta sig af því að ég er að fara til Gvate gvate eftir bara mánuð ligga lá. En ekki nóg með það, heldur fer ég til Spánar í viku, eftir viku híhí. Það er nú alveg þörf á því að fá á sig smá lit áður en ég held út í heim. Ég er svo föl að það lýsir af mér þegar sólin skín á mig, það er svo mikið endurvarp. Enda er ég alltaf vinsælust á ströndinni, því þeir sem liggja við hliðina á mér fá bæði sólargeislana að ofan og svo frá hlið af mér, tvöföld nýtni, endurvinnsla in action. Sesselja til bjargar heiminum Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ferð nú með systur þinni til Spánar svo við kannski endurköstum ljósi bara á milli - og verðum súkkulaðibrúnar!!!
Svo væri pabbi líka næpa ef hann væri ekki svona loðinn...

Mig langar líka að vita hvaða buxur þú ætlar að taka út, ég ætla að fá hinar lánaðar :-D

sys (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 10:54

2 identicon

Uss, þú hefur nú alltaf allt svo lengi í láni að ég fer að halda að þú eigir það en ekki ég.

Sesselja (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband